Mynd af vellinum
Lið 1
vs
Lið 2

Man United á móti Everton

Old Trafford, Manchester
21. nóvember, 2025 -
24. nóvember, 2025
Sæti : 20
Fararstjórn
Verð
179.900 kr.
-
219.900 kr.
Manchester United vs Everton 📅 21.–24. nóvember 2025 🕺 Fararstjóri & skemmtanastjóri: Ívar Daníels Komdu með í ógleymanlega helgarferð til Manchester þar sem við mætum á Old Trafford og sjáum Manchester United taka á móti Everton – alvöru leikur á alvöru velli! Með í för er hinn einstaki Ívar Daníels, sem heldur uppi stemningunni og tryggir að allir skemmti sér konunglega. Ívar sér um dagskrána, hópefli og það að þú fáir sem mest út úr ferðinni. Þetta verður helgi sem þú munt seint gleyma – bæði á vellinum og utan hans! Verð: 💼 179.900 kr. á mann (miðað við 2 saman í herbergi) 🏨 219.900 kr. á mann í einbýli Staðfestingargjald: 50 þúsund per farþega 📌 Lokagreiðsla: 8 vikum fyrir brottför. ✅ Full endurgreiðsla ef ferð fellur niður. ℹ️ Premier Trips áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.

Innifalið

✈️ Flug með EasyJet til og frá Manchester – skattar og gjöld innifalin 🧳 23 kg innritaður farangur +Bakpoki 🏨 Gisting á Novotel í 3 nætur með morgunverði á 4 stjörnu hóteli í miðbæ Manchester 🎟️ Aðgöngumiði á leikinn Manchester United - Everton (Longside A klassa miðar) 👥 Fararstjóri með í ferð 🎁 Glaðningur frá Premier Trips Travel – við kunnum að meta okkar viðskiptavini!

Fararstjóri

Ivar Daniels
Mynd af fararstjóra

ETA rafræn ferðaheimild til UK

Það er alfarið á ábyrgð farþega að sækja um ETA til að komast inn til Bretlands.

gov.uk
Athugið að Bretland hefur sett fram skilyrði um að allir ferðamenn sem þurfa ekki vegabréfsáritun, verða að framvísa rafrænni ferðaheimild (ETA).
Ríkisborgarar Schengen svæðisins þurfa að hafa vegabréf eða önnur viðurkennd skilríki með í för. Skilríkin þurfa að vera í gildi allan dvalartímann í landinu. Vegabréfsáritun er óþörf.
Við mælum með að fólk sæki UK ETA appið og klári umsóknina og greiðsluna þar í gegn.

Kostnaður

Rafræn ferðaheimild (ETA) kostar £10 á mann.
Það verða ALLIR að sækja um þessa heimild, fullorðnir sem börn. Einn aðili má sækja um fyrir aðra.
Ekki er hægt að fá gjaldið endurgreitt eftir að sótt er um.

Áður en þú byrjar umsókn

Þú þarft að hafa eftirfarandi við hendina:

Vegabréfið sjálft sem þú ferðast með, ekki ljósrit né rafrænt.
Aðgang að netfanginu þínu.
Greiðslukort.

Þú verður beðin(n) um að hlaða upp eða taka mynd af:

Vegabréfinu.
Andlitsmynd af þeim sem sótt er um fyrir.
Þú þarft ekki að slá inn ferðaupplýsingar þínar.
Ef þú getur ekki notað APP þá má sækja um hér.
Almennar upplýsingar um rafrænu ferðaheimildina (ETA) má sjá hér.
Premier Trips