Skilmálar

Ferðaskilmálar

Premier Trips er löggild netferðaskrifstofa sem starfar samkvæmt reglum Ferðamálastofu og ber tryggingar gagnvart viðskiptavinum sínum eins og lög gera ráð fyrir.

Bókun ferða

Allar ferðaupplýsingar eru birtar á vefsíðu Premier Trips og verð eru reiknuð út í rauntíma við leit viðskiptavinar. Verð eru háð gengi, framboði á flugmiðum og herbergjum á hótelum.
Bókun telst bindandi þegar Premier Trips hefur sent staðfestingu með tölvupósti og viðskiptavinur hefur greitt staðfestingargjald eða fullgreitt ferðina.
Ef meira en 8 vikur eru í brottför, er hægt að greiða 50.000 kr. í staðfestingargjald á mann. Ef minna en 8 vikur eru í brottför, þarf að fullgreiða ferðina.
Staðfestingargjald er ávallt óendurkræft.
Hægt er að greiða með debet-, kreditkorti, millifærslu og Pei.
Premier Trips áskilur sér rétt til að leiðrétta verð ef rangar upplýsingar hafa verið gefnar vegna tæknilegra mistaka.

Afpöntun og breytingar

Bókun er óendurkræf um leið og greiðsla hefur borist.
Farseðlar eru gefnir út við bókun og eru óendurkræfir.
Sum fargjöld er hægt að breyta gegn breytingargjaldi (5.000 kr. pr. farþega auk gjalda flugfélagsins og hugsanlegs fargjaldamismunar).
Hámarkstími til að breyta nafni á flugmiða er 72 klst. för brottfarar.
Ef breyta þarf hóteli, eru breytingar metnar hverju sinni. Breytingargjald er 5.000 kr. og viðskiptavinur þarf að greiða mögulegan verðmismun.

Skyldur farþega

Farþegar eru ábyrgir fyrir því að gefa upp réttar upplýsingar og athuga að þær stemmi við vegabréf.
Premier Trips tekur enga ábyrgð ef farþega er synjað um innritun vegna rangra upplýsinga.
Ferðagögn og breytingar eru send á netfang viðskiptavinar.
Viðskiptavinur sem mætir ekki á brottfararstað á réttum tíma, fyrirgér rétti sínum til endurgreiðslu.

Breytingar á flugáætlun og aflýsingar

Flugfélög hafa rétt til að breyta flugtímum og flugvélum.
Ef flug er aflýst, gilda reglur viðkomandi flugfélags um endurbókun, endurgreiðslu eða bætur.

Hótel og gististaðir

Hótel geta yfirbókað gistingu og bera þá ábyrgð á að koma viðskiptavinum fyrir á sambærilegu eða betra hóteli.
Ferðamannaskattur er greiddur beint á hóteli.

Tryggingar

Premier Trips mælir með að farþegar hafi gildar ferðatryggingar.
Ef ferð er greidd með kreditkorti fylgja oft ferðatryggingar. Viðskiptavinir eru hvattir til að kynna sér skilmála sinna kortafyrirtækja.

Kvartanir

Komi upp vandamál í ferð, skal haft samband við Premier Trips tafarlaust [email protected].
Kvartanir eftir ferð skulu berast skriflega innan viku frá lokun ferðar.

Trúnaður

Premier Trips er bundin þagnarskyldu og veitir aldrei þriðja aðila upplýsingar um viðskiptavini.
Premier Trips áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum fyrirvaralaust.

Gjafabréf

Þegar gjafabréf eru keypt er nauðsynlegt að veita nafn, netfang og greiðsluupplýsingar. Þessar upplýsingar eru eingöngu notaðar til að staðfesta greiðslu, klára kaupin og senda gjafabréfið til réttra aðila.
Öll veitt gögn eru geymd á öruggum netþjónum hjá traustum þjónustuaðila innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).
Kreditkortaupplýsingar eru sendar til innlends greiðslugáttaraðila til að ljúka færslunni. Sá aðili uppfyllir PCI DSS-öryggisstaðla fyrir greiðslukortaviðskipti. Engar kreditkortaupplýsingar eru varðveittar hjá okkur.
Við notum ekki persónuupplýsingar viðskiptavina til að taka sjálfvirkar ákvarðanir eða búa til persónusnið, í samræmi við lög nr. 90/2018, 22. gr.
Gögnin eru geymd eins lengi og nauðsyn krefur samkvæmt íslenskum lögum og til að tryggja að hægt sé að rekja gjafabréf. Að þeim tíma liðnum eru persónugreinanlegar upplýsingar eytt, en almennar tölfræðilegar upplýsingar kunna að vera varðveittar í þágu rekstrarsögu og greininga.

Persónuverndarskilmálar

Hér eru upplýsingar um þær persónuupplýsingar sem Premier Trips safnar og hvernig þær eru notaðar.
Premier Trips tryggir að persónuverndarréttindi þín séu virt og veitir þér meira vald yfir þínum eigin upplýsingum. Við notum þær eingöngu í þeim tilgangi sem lýst er hér að neðan, svo sem til að veita þér þá þjónustu sem þú óskar eftir og til að bæta þjónustu okkar við viðskiptavini.

Markaaðsefni og tilkynningar

Við sendum þér markaðsefni ef þú hefur skráð þig fyrir því.
Ef þú veitir okkur upplýsingar geturðu komið upp spurningar um hvort þú viljir fá markaðsefni frá okkur eða ekki.
Þú getur hætt við að fá markaðsefni hvenær sem er með því að smella á "afskrá á póstlista" í tölvupósti frá okkur, eða senda okkur póst á [email protected].

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar?

Við geymum persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er til að veita þér þá þjónustu sem þú hefur samþykkt og til að fylgja lagaskyldum okkar.

Hvenær eiga persónuverndarskilmálar við?

Persónuverndarstefna Premier Trips gildir hvenær sem við söfnum, vinnum eða notum persónuupplýsingar um þig, svo sem við bókanir, ráðleggingar um ferðir, þegar þú heimsækir vefsíðuna okkar eða hefur samband við okkur.

Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru allar upplýsingar sem má rekja beint eða óbeint til þín, svo sem nafn, netfang, fæðingardagur, heimilisfang, vegabréfsnúmer, símanúmer og bókunarsaga.

Hvernig safnar Premier Trips persónuupplýsingum?

Við getum safnað persónuupplýsingum þínum þegar þú:
Bókar ferð hjá Premier Trips
Skráir þig á póstlistann okkar
Hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst eða síma

Deiling persónuupplýsinga

Premier Trips deilir ekki persónuupplýsingum þínum með þriðja aðila nema þegar það er nauðsynlegt til að veita þér þá þjónustu sem þú hefur samþykkt. Dæmi um það eru flugfélög, hótel eða aðrir ferðaþjónustuaðilar.

Þín réttindi

Samkvæmt persónuverndarlögum hefurðu rétt til að:
Fá aðgang að þínum persónuupplýsingum
Krefjast þess að rangar upplýsingar séu leiðréttar
Mótmæla því að persónuupplýsingar þínar séu notaaðar í beinni markaaðssetningu
Ef þú vilt nýta þessi réttindi, vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum [email protected].

Breytingar á persónuverndarskilmálum

Premier Trips getur gert breytingar á þessum persónuverndarskilmálum eftir þörfum. Allar breytingar verða birtar á vefsíðu okkar.
Premier Trips 31. mars, 2025
Premier Trips