Spurt og svarað
Fer lokagreiðsla sjálfkrafa út af kreditkortinu mínu?
Fyrirtækjum er óheimilt að geyma kreditkortaupplýsingar viðskiptavina og verða því viðskiptavinir að hafa samband við ferðaráðgjafa í síma 595-1000 til að ganga frá lokagreiðslu.
Hvernig bóka ég sæti?
Þegar ferð er bókuð á vefnum er misjafnt eftir flugfélögum hvort boðið sé upp á að bóka sæti. Verð sætisbókana er misjafnt eftir flugfélagi. Hægt að senda póst á [email protected] til að bóka sæti ef ekki var hægt að ganga frá sætisbókun í bókunarferli á vefnum. Í öllum tilfellum er greitt fyrir sætisbókanir.
Hvernig bóka ég tösku eða aukafarangur?
Innritaður farangur er ekki innifalinn í pakkaferðum Premier Trips nema að það komi sérstaklega fram.
Innifalið er handfarangur hjá flugfélögum og mjög misjafnt eftir flugfélögum hver farangursheimildin er.
Play : Farangursheimil, fargjald Play Basic er 10 kg handfarangurstaska, 42x32x25 að stærð og þarf að komast undir sætið.
Icelandair : Farangursheimild er 23 kg innritaður farangur og 10 kg handfarangurstaska sem má ekki vera stærri en 55x40x20 cm. Má fara upp í farangurshólf.
Easy Jet : Farangursheimild er bakpoki eða taska 45x36x20 cm og þarfa að komast undir sætið.
Í öllum tilfellum er greitt fyrir innritaðan farangur sem og aukafarangur. (nema hjá Icelandair)
Innritun fyrir flug?
Nær öll flugfélög bjóða upp á að innrita sig á heimsíðu félagsins áður en mætt er upp á flugvöll. Það er ekki nauðsynlegt en sum flugfélög rukka farþega upp á flugvelli ef ekki er búið að innrita sig á vef félagsins.
Play : Innritun fyrir flug opnar 24 klst fyrir brottför og lokar 2 klst fyrir áætlaða brottför. Farið er inn á þessa síðu til að innrita sig í flug. Við mælum með að farþegar innriti sig í flug á netinu hafi þeir tök á því. Play mun frá 1. febrúar 2025 innheimta gjald uppá 30 EUR fyrir farþega sem innrita sig við innritunarborð á flugvellinum. Hægt er að innrita sig gjaldfrjálst í innritunarvélum (sjálfsafgreiðslu).
Icelandair : Innritun fyrir flug opnar 24 klst fyrir brottför og lokar 6 klst fyrir áætlaðan brottfara tíma. Farið er inn á þessa síðu til að innrita sig í flug. Ekki nauðsynlegt en mælum með að farþegar innriti sig í flug hafi þeir tök á því.
Easy Jet : Innritun fyrir flug hjá Easy Jet opnar 30 dögum fyrir brottför og lokar 2 klst fyrir áætlaðann brottfarartíma. Farið er inn á þessa síðu og valið efst í horninu hægra megin check in.
Mun flugáætlun standast?
Brottfarar- og flugtímar eru ætíð áætlaðir og háðir breytingum vegna veðurs, af tæknilegum, eða öðrum óviðráðanlegum orsökum. Tango Travel ber hvorki ábyrgð né skaðabótaskyldu ef breytingar verða á flugi vegna þessa. Premier Trips getur ekki borið ábyrgð á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem ferðaskrifstofan fær engu um ráðið og hefði ekki getað komið í veg fyrir afleiðingar þeirra.
Forfallatrygging?
Premier Trips selur ekki forfallatryggingu. En við bendum viðskiptavinum á að kynna sér þær tryggingar sem eru á greiðslukortum eða í gegnum tryggingafélögin.
Ferðagögn?
Þegar að bókun hefur verið gerð fær viðskiptavinur senda bókunarstaðfestingu á það netfang sem gefið var upp í bókuninni. Þetta eru fullgild ferðagögn sem notuð eru við innritun á flugi og við innritun á hóteli.
Fararstjórn?
Premier Trips er með fararstjóra á þeim viðburðum sem eru sérmerktir farastjórn.
Er hægt að kaupa aðeins stakan miða á leiki hjá ykkur?
Já ekkert mál við seljum staka miða og einnig hópferðir
Hvernig tryggi ég mér ferð með ykkur?
Leið og þú hefur greitt staðfestingargjaldið ertu búin að tryggja sætið/miðan og um leið og þú hefur greitt lokagreiðsluna er sætið/miðinn þinn.
Fæ ég staðfestingargjald miðans endurgreitt ef ég hætti við kaupin?
Nei því miður.
Get ég líka keypt staka miða og borgað með Pei?
Já við bjóðum upp á að kaupa staka miða og greiða með pei.
Ef leikdagur færist fæ eg þá endurgreitt?
Nei því miður.
Sitja allir hlið við hlið ef keyptir eru margir miðar?
Tveir, þrír eða fjórir saman er alltaf setið hlið við hlið, fimm saman getur reynst erfitt og því er aldrei lofað 100% fyrirfram. Þurfi að slíta fólk í sundur er þó alltaf reynt að koma fólki í sama hólf með sama inngang en því er þó ekki hægt að lofa fyrirfram.