

vs

Liverpool á móti Forest
Anfield, Liverpool
21. nóvember, 2025 -
24. nóvember, 2025
Sæti : 20
Fararstjórn
Verð
199.900 kr.
-
249.900 kr.
Liverpool vs Nottingham Forest
📅 21.–24. nóvember 2025
Komdu með í skemmtilega fótboltaferð til Liverpool þar sem heimamenn taka á móti Nottingham Forest á Anfield!
Ferðin er skipulögð af Premier Trips með lúxus, gæði og þjónustu í fyrirrúmi – frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu.
🔥 Einvígi með sögulegan hljóm
Leikir Liverpool og Nottingham Forest vekja upp gamlar minningar frá gullöld ensku knattspyrnunnar. Á áttunda og níunda áratugnum voru þessi lið í fremstu röð – með stórstjörnur og titla í farteskinu, og þegar þau mættust var alltaf um mikið að tefla. Þótt Forest hafi dvalið lengi utan efstu deildar, hafa þeir nú snúið aftur og eru staðráðnir í að festa sig í sessi á meðal þeirra bestu.
Liverpool hefur haft yfirhöndina í flestum viðureignum á síðari árum, en Forest hefur sýnt að þeir eru óhræddir – og geta búið til spennandi og jafnvel óvænt úrslit. Þeir koma til Anfield með eld í augum og ekkert að tapa, en heimamenn ætla sér ekkert annað en sigur fyrir framan rauðklæddan her stuðningsmanna.
✈️ Beint flug frá Keflavík til Manchester – föstudaginn 21. nóvember
🚐 Einkaflutningur í 8 manna lúxusbílum frá flugvelli til Liverpool og aftur til Manchester
🏨 Gisting á 4 stjörnu hóteli á besta stað í miðbæ Liverpool
🍽️ Morgunverður innifalinn
💦 Aðgangur að sundlaug, sauna og líkamsræktarsal
🎟️ Aðgöngumiði á leikinn Liverpool – Nottingham Forest
👀 Sætin á leiknum – New Anfield Road Stand seating:
Level 1 Upper Tier Padded seats (Block AM1/AM7)
3 klst. aðgangur fyrir leik og 1 klst. eftir leik
Pre-match complimentary street food
Drykkur í hálfleik innifalinn (bjór, vín eða gos)
Leikdagsdagskrá innifalin
Afþreying fyrir leik
Svo mætir LFC Legend fyrir leik og heilsar upp á stuðningmenn
199.900 kr. á mann miðað við 2 saman í herbergi
249.900 kr. á mann miðað við einstakling í einbýli
Staðfestingargjald: 50 þúsund per farþega
📌 Lokagreiðsla: 8 vikum fyrir brottför.
✅ Full endurgreiðsla ef ferð fellur niður.
ℹ️ Premier Trips áskilur sér rétt til að breyta, fresta eða fella niður ferð ef lágmarksþátttaka næst ekki.
Innifalið
✈️ Flug með EasyJet til og frá Manchester – skattar og gjöld innifalin
🧳 23 kg innritaður farangur +Bakpoki
🏨 Gisting í 3 nætur með morgunverði á 4 stjörnu hóteli í miðbæ Liverpool
🎟️ Aðgöngumiði á leikinn Liverpool – Nottingham forest (VIP Brodies lounge anfield)
🚐 Akstur til og frá flugvelli í þægilegum 8 manna lúxusbílum
👥 Fararstjóri með í ferð
🎁 Glaðningur frá Premier Trips Travel – við kunnum að meta okkar viðskiptavini!
Fararstjóri
Reynir Bergmann

ETA rafræn ferðaheimild til UK
Það er alfarið á ábyrgð farþega að sækja um ETA til að komast inn til Bretlands.

Athugið að Bretland hefur sett fram skilyrði um að allir ferðamenn sem þurfa ekki vegabréfsáritun, verða að framvísa rafrænni ferðaheimild (ETA).
Ríkisborgarar Schengen svæðisins þurfa að hafa vegabréf eða önnur viðurkennd skilríki með í för. Skilríkin þurfa að vera í gildi allan dvalartímann í landinu. Vegabréfsáritun er óþörf.
Við mælum með að fólk sæki UK ETA appið og klári umsóknina og greiðsluna þar í gegn.
Kostnaður
Rafræn ferðaheimild (ETA) kostar £10 á mann.
Það verða ALLIR að sækja um þessa heimild, fullorðnir sem börn. Einn aðili má sækja um fyrir aðra.
Ekki er hægt að fá gjaldið endurgreitt eftir að sótt er um.
Áður en þú byrjar umsókn
Þú þarft að hafa eftirfarandi við hendina:
Vegabréfið sjálft sem þú ferðast með, ekki ljósrit né rafrænt.
Aðgang að netfanginu þínu.
Greiðslukort.
Þú verður beðin(n) um að hlaða upp eða taka mynd af:
Vegabréfinu.
Andlitsmynd af þeim sem sótt er um fyrir.
Þú þarft ekki að slá inn ferðaupplýsingar þínar.
Ef þú getur ekki notað APP þá má sækja um hér.
Almennar upplýsingar um rafrænu ferðaheimildina (ETA) má sjá hér.